Húsfélög

 

Rekstur og málefni húsfélaga krefjast bæði mikillar vandvirkni og tíma, en oftar en ekki lendir þunginn á sömu einstaklingum ár eftir ár. Þar kemur Rekstrarumsjón inn í, en við sérhæfum okkur í rekstri húsfélaga og getum þannig létt undir og tekið ábyrgð á málum sem annars lenda á íbúum fjöleignarhússins. Með þjónustu Rekstrarumsjónar er allri þjónustu húsfélagsins haldið til haga á einum stað og má þannig ná fram hagræðingu og lækka rekstrarkostnað.

 

Rekstrarumsjón býður upp á þrjár rekstrarleiðir sem listaðar eru upp hér að neðan:

 

Rekstrarleið 1:

Fjármál og innheimta

 

 1. Greiðsluseðlar sendir mánaðarlega vegna innheimtu hússjóðs- og framkvæmdagjalda, innheimtuviðvaranir sendar og innheimtu fylgt eftir. Lögveðsréttindum húsfélagsins fylgt eftir.
 2. Greiðslur samþykktra reikninga.
 3. Sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda.
 4. Bókhald fært skv. lögum um fjöleignarhús.
 5. Gerð ársreiknings með rekstrar- og efnahagsreikningi ásamt samanburðartölum, sundurliðunum og skýringum.
 6. Húsfélagsyfirlýsing til fasteignasala. 

Rekstrarleið 2:

Fundaþjónusta

 

 1. Rekstrarleið 1.
 2. Lögmæt boðun aðalfundar. Stjórnun og ritun aðalfundar.
 3. Fundaraðstaða fyrir allt að 20 manns vegna aðalfundar.
 4. Tillögur að rekstraráætlun og hússjóðsgjöldum vegna aðalfundar.

Rekstrarleið 3:

Full þjónusta

 

 1. Rekstrarleið 1 og 2.
 2. Öflun tilboða í daglegan rekstur, s.s. tryggingar, þrif, sorp, garðslátt og snjómokstur.
 3. Ráðgjöf varðandi framkvæmdir og viðhald.
 4. Öflun verktilboða og aðstoð við mat á þeim. Aðstoð við samningagerð. Ráðgjöf varðandi fjármögnun. Umsjón með framkvæmdasjóði.
 5. Almenn ráðgjöf varðandi húsreglur og ágreiningsmál.
 6. Grunn lögfræðiráðgjöf.