Um húsfélög

 

Samkvæmt lögum eru fjöleignarhús skilgreind sem hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra. Allir eigendur eru félagsmenn í húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss. Það að vera eigandi felur í sér réttindi og skyldur til þáttöku í húsfélagi, en ekki hægt að synja þátttöku eða segja sig úr húsfélagi nema með sölu á sínum eignarhluti.

 

Stjórn húsfélags skal kjósa á aðalfundi, en aðalfund skal halda einu sinni ár ári fyrir lok aprílmánaðar. Aðrir almennir fundir eru haldnir þegar þess er talið þörf. Stjórnin fer sameiginlega með málefni húsfélagsins milli funda og skal sjá um framkvæmd viðhalds og reksturs sameignar og önnur sameiginleg mál í samræmi við lög, samþykktir og ákvarðanir húsfunda. Stjórninni er einnig skylt að taka hvers kyns ákvarðanir er snúa að daglegum rekstri sameignar og halda utan um tekjur og gjöld húsfélagsins, innheimta hússjóðssgjöld og annan sameiginlegan kostnað. Þá skal stjórnin auk þess varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á tryggan hátt.

 

_______________________________________________________________

 

Fleiri gagnlegar upplýsingar um húsfélög má m.a. finna í tenglum hér að neðan: 

 

Lög um húsfélög - Alþingi
 

Um húsfélög - Stjórnarráðið