Útleiga fasteigna

Rekstrarumsjón býður einstaklingum og lögaðilum upp á þjónustu vegna útleigu fasteigna, hvort tveggja íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Hugsunin er að auðvelda fasteignaeigendum að leigja út fasteignir sínar og takmarka vinnu þeirra í tengslum við útleiguna. Með þessu móti kemur gerð leigusamninga, áreiðanleikakannanir leigutaka, innheimta leigutekna, rekstur fasteigna, samskipti við leigutaka o.s.frv. í hlut Rekstrarumsjónar.

 

Þá er markmiðið einnig að takmarka það fjárhagslega tjón sem fasteignaeigandi getur orðið fyrir í þeim tilvikum sem leigutekjur skila sér seint eða alls ekki. Utanumhald með leigutekjum og eftirlit með því að leigutekjur skili sér kemur þá í hlut Rekstrarumsjónar, sem bregst þá hratt og örugglega við ef vanskil eiga sér stað. 

 

Húsfélög

Rekstur og málefni húsfélaga krefjast bæði mikillar vandvirkni og tíma, en oftar en ekki lendir þunginn á sömu einstaklingum ár eftir ár. Þar kemur Rekstrarumsjón inn í, en við sérhæfum okkur í rekstri húsfélaga og getum þannig létt undir og tekið ábyrgð á málum sem annars lenda á íbúum fjöleignarhússins. Með þjónustu Rekstrarumsjónar er allri þjónustu húsfélagsins haldið til haga á einum stað og má þannig ná fram hagræðingu og lækka rekstrarkostnað.

 

Rekstrarumsjón býður upp á þrjár rekstrarleiðir sem listaðar eru upp hér: